Chelsea

CHELSEA 3. SÆTI

image017 

17. ágúst 2008.

Lofaði góðu. Chelsea vann fyrsta leikinn í deildinni gegn Portsmouth 4-0. Hér fagnar Joe Cole marki sínu.

image018 

18. október 2008

5-0 útisigur Chelsea á lánlausum Middlesbrough-mönnum. Chelsea fór á kostum þar sem Kalou skoraði m.a. tvennu. Hér er hann að skora mark.

 image019 

29. október 2008

3-0 útisigur á Hull sem höfðu verið í banastuði. Hér fagna Deco og Lampard

image020 

11. janúar 2009.

Leikmenn Man Utd fóru á kostum gegn slökum Chelsea mönnum. Mikil eftirvænting var fyrir þennan leik en United menn hreinlega slátruðu Chelsea. Hér fagna Berbatov, Rooney, Park og Evans.

 image021 

7. febrúar 2009.

Chelsea höfðu verið að spila nokkuð vel eftir 3-0 tap gegn United. Nú voru þeir mættir á heimavöll gegn Hull og spiluðu mjög illa í leik sem endaði 0-0. Ricardo Quaresma var eini bjarti stimpillinn í leik Chelsea. Hér kljást Quaresma og Dawson leikmaður Hull.

 image022 

21. febrúar 2009

Fyrsti leikur Guus Hiddink við stjórndvölin. Hann vann 1-0 útisigur á Villa í góðum leik. Anelka skoraði markið. Hér fagna Ballack og Anelka.

image023

8. apríl 2009

Góður 3-1 útisigur Chelsea á Liverpool í meistaradeildinni. Ivanovic skoraði 2 og Drogba 1. Hér fagna leikmenn Chelsea öðru af mörkum Ivanovic

image024

14. apríl 2009

Seinni leikurinn var rosalegur á Stamford Bridge. Hann endaði 4-4 þar sem Liverpool komst í 2-0. Hefði Liverpool unnið leikinn með þriggja marka mun hefðu þeir komist áfram. Mörkin fyrir Chelsea skoruðu Drogba, Alex og Lampard 2 og fyrir Liverpool skoruðu Aurelio, Alonso, Lucas og Kuyt.

image025

6. maí 2009.

Seinni leikur Chelsea og Barcelona á brúnni. Þessi leikur var ótrúlegur. Tom Henning Ovrebo, dómari leiksins, sleppti tveimur augljósum vítaspyrnum sem Chelsea átti að fá en Barcelona spilaði leikinn vel og uppskáru jöfnunarmark í lokin sem fleytti þeim áfram í úrslitaleikinn. Hér fagna Samuel Etoo og Andres Iniesta


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband